Uppreist æra og lögmannsréttindi

Skiptir einhverju máli þótt dæmdur barnaníðingur eða morðingi hljóti uppreist æru og fái lögmannsréttindi sín aftur? Hann er jú búin að taka út sína refsingu og á þannig sama rétt og allir aðrir til að taka þátt samfélaginu og snúa aftur til sinna fyrri starfa.

Almennt held ég að fólk vilji og sé tilbúið til að gefa dæmdum brotamanni annað tækifæri er hann líkur afplánun sinnar refsingar. Hann er þannig búin að gera upp sína skuld við samfélagið. Að því sögðu er ekki sjálfgefið að fólk sé tilbúið að veita viðkomandi öll fyrri réttindi, sérstaklega ekki einhver sérréttindi.

Þótt lögmenn séu oft umdeildir ber fólk ákveðna virðingu fyrir lögmönnum og trúir þeim og treystir í verkum sínum. Þegar lögmaður brýtur af sér verður rof á þessum trúnaði og trausti. Auðvitað eru lögmenn bara venjulegt fólk sem geta gert mistök. En þegar þeir brjóta lögin jafn illilega og níðast á saklausum börnum eða taka líf einhvers er erfitt og jafnvel ómögulegt að fyrirgefa slíkan verknað. Alveg sama þótt viðkomandi hafi lokið afplánun og leitað sér aðstoðar.

Afstaða fólks hefur ekkert með hefnd eða illgirni að gera. Þetta snýst um siðferði. Það er einfaldlega siðferðislega rangt að veita lögfræðingi lögmannsréttindi aftur ef hann er dæmdur barnaníðingur eða morðingi. 

Alveg sama ætti í hlut á t.d. læknir, lögreglumaður eða kennari fremdi slíkan verknað. Mjög fáir myndu treysta dæmdum barnaníðing eða morðingja til að vera kennari, læknir eða lögreglumaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef samfélagið er ekki fært um, að láta "dóm" yfir manninum vera nægilegt ... þá er samfélagið "glæpasamfélag".  Að nýðast á mannréttindum fólks, er stærri glæpur en barnaníð ... Ef samfélagið er ekki fært um að fylgja lögum og reglum, þá á maðurinn rétt á hæli annars staðar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 22:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er glæpasamfélag sem  treystir ekki barnaníðingi sem hefur tekið út dómskipaða refsingu sína, samkvæmt máli Bjarne Ö. Hansen.   Ég tel mig hafa fullan rétt til að tortryggja Bjarne Ö Hansen.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2017 kl. 13:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Hann er þannig búinn að gera upp sína skuld við samfélagið"? En við ættmenni fórnarlambana sem hann braut á? Þau eru sannarlega fórnarlömb. Þekki vel hvað fjölskylda Einars Birgissonar hefur mátt þola.                              Banamaður hans er lögfræðingurinn Atli Helgason. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2017 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband