Húsnæði og mannréttindi

Niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu Þjóðanna í kærumáli spænskra hjóna gegn spænska ríkinu er einkar athyglisverð. Eins og lesa má nánar um hérhér og hér, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að spænska ríkið hefði brotið alþjóðasamning Sameinuðu Þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem spænska ríkið gat ekki tryggt hjónunum húsnæði til að búa í eftir að þau misstu leiguíbúðina sem þau bjuggu í með börnum sínum. 

Þessi niðurstaða kemur á sama tíma og mjög margir hér heima á Íslandi hafa litla sem enga möguleika á að kaupa eða leigja sér sitt eigið húsnæði. Eins eru mjög margir sem hafa varla efni á að leigja íbúðina sem þeir þó búa í, jafnvel þótt sveitarfélagið sé leigusalinn. 

Eins og fram kemur í frétt Rúv hefur Ísland staðfest samninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi en ekki viðaukann um möguleika á að kæra til sérfræðinganefndar Sameinuðu Þjóðanna. Þótt Íslendingar geti ekki kært beint til nefndarinnar mun þessi niðurstaða geta haft áhrif hér á landi ef sambærilegt mál kemur upp.

Þá má einnig minna á 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.  

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Eft­ir Vestmannaeyjagosið voru flutt inn  rúm­lega 500 tilbúin ein­inga­hús  sem fóru víða.         Þau voru sett upp á  ca.einu  ári til að mæta neyðarástandi þegar fór að gjósa í Vestmanneyjum.

Nú er eiginlega líka neyðarástand í húsnæðismálum margra. þetta ástand fer að bitna á mörgum. Mér finnst sárlega vanta þennan kraft sem var til staðar fyrir 44 árum síðan . Eins og einhver ráðandi öfl vilji viðhalda skortstöðu sem hentar þeirra hagsmunum.Eins og menn röfli bara .Það er alveg hægt að setja svona átak í gang .Sveitarstjórnir ,ríkisvaldið ,verkalýðshreyfingin  og lífeyrissjóðir komi að málum sameiginlega...Heilsa og velferð er í húfi.

Hörður Halldórsson, 25.7.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband