Fasteignaviðskipti - Danmörk/Ísland III

Þegar ástands- og raflagnaskýrsla eignarinnar liggja fyrir er hægt að kaupa sérstaka eigendaskiptatryggingu, ejerskifteforsikring. Hægt er að kaupa tryggingu sem gildir í 5 ár eða 10 ár frá afhendingardegi eignarinnar. Tryggingin nær yfir galla, skaða eða tjón sem er til staðar á eigninni við yfirtöku eignarinnar en sem ekki er getið í ástandsskýrslunni. Allt sem fram kemur í ástandsskýrlunnum fellur utan við trygginguna.     

Ef seljandi lætur vinna áðurnefndar skýrslur getur hann boðið kaupandanum eigendaskiptatrygginguna, borgað helminginn í ódýrustu tryggingunni og er í staðinn laus við annarrs 10 ára ábyrgð á þeim göllum sem til staðar voru við yfirtöku eignarinnar.

Það sem kaupandinn fær með tryggingunni er að hann þarf ekki að gera kröfu á seljanda ef eitthvað kemur upp á þar sem hann getur tilkynnt tjónið/gallan til síns tryggingafélags og fengið tjónið/gallan bættan þaðan. Þannig þarf hann hvorki að treysta á að seljandi sé borgunarmaður fyrir tjóninu né situr hann heldur uppi með tjónið sjálfur. 

Bæði seljandi og kaupandi fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð og ekki að ástæðulausu að fólk kaupir þessa tryggingu. Mikilvægt er hins vegar fyrir kaupanda að hafa í huga að ef hann velur að kaupa ekki trygginguna, sem seljandi hefur boðið honum, getur kaupandi almennt ekki gengið á seljanda ef einhver galli/tjón reynist vera á eigninni. 


Bloggfærslur 24. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband