Fasteignaviðskipti - Danmörk/Ísland

Uppspretta þessara skrifa um fasteignaviðskipti í Danmörku og á Íslandi má rekja til þess að ég hef persónulega reynslu af því að kaupa og selja fasteign á Íslandi og í Danmörku. Það verður að segjast eins og er að munurinn er mjög mikill og meiri en ég hafði búist við í upphafi.

Það fyrsta sem skiptir máli er að fasteignasalinn ber eingöngu ábyrgð gagnvart seljanda og hann vinnur beinlínis fyrir seljandann og ekki kaupandann, skv. dönsku fasteignalögunum. Mjög skýrt dæmi um mikilvægi og nauðsyn þessarar aðgreiningar er fréttin af visir.is fyrir skömmu, sjá nánar hér.  

Þótt fasteignasalar séu upp til hópa heiðarlegir og stundi sína vinnu af fagmennsku er ekki hægt að líta framhjá því að verkefni fasteignasalans er að selja eignina. Hann fær eignina í sölumeðferð þar sem eigandi fasteignar leitar til hans í upphafi. Fasteignasali fær sín laun með því að selja eignina og því hefur hann beina hagsmuni af sölunni. Að fasteignasali eigi bæði að gæta hagsmuna seljanda og kaupanda virðist kannski vera góð hugmynd til að spara kostnað en hugmyndin býður hættunni heim eins og dæmin sanna.

Framhald síðar.....  

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 18. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband