Fasteignaviðskipti - Danmörk/Ísland II

Í fasteignaviðskiptum í Danmörku er það viðurkennt að bæði seljandi og kaupandi þurfa að vita sitthvað um ástand eignarinnar. Það er ekki nóg að kaupandi komi einu sinni og skoði eignina áður en gengið er frá kaupunum og flutt er inn. Danir eru ekki eins hrifnir af hugtakinu "þetta reddast" eins og við Íslendingar.

Áður en gengið er frá fasteignakaupum í Danmörku er venjan að seljandi panti eins konar úttekt á eigninni í formi ástandsskýrslna. Þessar skýrslur eru annars vegar ástandsskýrsla eignarinnar, tilstandsrapport, og hins vegar sérstök skýrsla um rafkerfi eignarinnar, El-rapport. Skýrslur eru útbúnar af verkfræðingum, tæknifræðingum eða öðrum sérfræðingum á þessum sviðum. Þótt það sé seljandi sem pantar þessar skýrslur er það klárt að sá sem útbýr skýrsluna er ekki að vinna fyrir seljanda eða gæta hagsmuna annarhvors aðilans. Skýrsluhöfundur fær borgað fyrir vinnu sína hvort sem húsið selst eða ekki. Skýrslunar eru að forminu til staðlaðar og eins uppbyggðar þar sem hverjum hluta eignarinnar er gefin einkunn. Fyrir áhugasama er hér sýnishorn af ástandsskýrslu eignar.

Þegar skýrslurnar eru tilbúnar er hægt að kaupa sérstaka tryggingu hjá flestum tryggingafélögum landsins til að tryggja sig gegn ýmsu sem upp getur komið - jafnvel þótt ástand sé metið sérstaklega og skrifaðar skýrslur.

Meira um það í næsta pistli....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér, langar því að senda þér þessa grein til upprifjunar hverning blessaður landinn hefur það ..

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/07/08/myglufaraldur_i_husnaedi_a_islandi_2/

Hús­eig­end­ur vilja ekki að frétt­ist af myglu

Hvað heilsu­far­svanda vegna myglu varðar seg­ir Kjart­an Svía ef­laust gleggri við að þekkja ein­kenn­in, enda mygl­an eldra og meira viðvar­andi vanda­mál þar í landi. Þá þarf alltaf að fara fram ástands­mat á eign­um við kaup og sölu í Svíþjóð, en slíkt er val­kvætt á Íslandi.

 

„Það kem­ur fram í slíku mati að ákveðnar raka­skemmd­ir séu til staðar eða jafn­vel yf­ir­vof­andi. Þá veit fólk af því. Það hef­ur þau áhrif að eign­in lækk­ar í verði en að sama skapi þá veit kaup­and­inn að hverju hann geng­ur og bæt­ir úr því sem þarf að bæta. Það er meiri meðvit­und um þetta.“

 

Kjart­an seg­ir ým­is­legt sem kaup­end­ur eigna átti sig ekki á, en vert er að hafa í huga.

 

„Sjálf­ur myndi ég til dæm­is aldrei kaupa hús ef það væri ný­búið að mála kjall­ar­ann. Vegna þess að þá læðist að manni grun­ur að það hafi verið komn­ar raka­skemmd­ir og málað hafi verið yfir. Þetta er kannski sam­eig­in­leg reynsla sem marg­ir í Svíþjóð búa að, en hérna kem­ur þetta fólki á óvart. Fólk er bara ánægt með að það sé ný­málað.“

 

Ólaf­ur seg­ir ís­lenska hús­eig­end­ur síður vilja að það frétt­ist, komi upp raki eða mygla í eign þeirra, enda rýri það verðgildið þegar kem­ur að sölu. „Ástæðan er auðvitað sú að það er erfitt að fjar­lægja al­gjör­lega myglu eft­ir að hún er kom­in upp, en það er engu að síður hægt. Í stór­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um er hins veg­ar yf­ir­leitt látið vita þegar svona kem­ur upp, það frétt­ist svo fljótt ef fólk hef­ur veikst. Svo þurfa stofn­an­ir oft að flytja tíma­bundið, þannig vanda­málið fer ekki fram hjá nein­um.“

 

Kjart­an ligg­ur ekki á skoðun sinni á mik­il­vægi þess að fá fjár­magn til að kom­ast til botns í því af hverju raki og mygla hef­ur orðið jafnút­breitt vanda­mál hér á landi og raun ber vitni „Mér finnst lág­mark að reyna að fá yf­ir­sýn yfir vanda­málið og átta sig á um­fang­inu. Þetta geta auðvitað verið rosa­lega ólík vanda­mál, en það ágætt að for­gangsraða þeim. Þá er mik­il­vægt að bæta upp­lýs­ingaflæðið á þeirri þekk­ingu sem er til staðar.“

Kristen Jonsson (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hallgrímur.

Lítið er að marka þessar ástandsskýrslur og engin er gerður ábyrgur fyrir þeim. Þetta er árangur endalausrar vélbyssahríðar af endalausum lögum og reglum stjórnmálamanna í Danmörku þar sem leitast er við að gera alla ábyrgðarlausa af öllu.

Kostnaðurinn við sölu á einni fasteign í Danmörku er svo yfirþyrmandi hár að hér heima myndi enginn samþykkja hann (transaction cost). Hann er sennilega einn sá hæsti í veröldinni. Öll fasteignasala myndu frjósa hér föst, vegna kostnaðar, tregðu og flækjustigs og fasteignaverð hækka vegna skriffinnsku einnar saman. Sú hækkun lendir öll í vösum þessa ábyrgðarflótta-iðnaðar.

Ég vona að við hér á Íslandi þurfum ekki að upplifa svona eignaupptökur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2017 kl. 16:21

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Myndi giska á að samanlagður kostnaður seljanda og kaupanda í Danmörku við eina sölu (færslu) sé um 8-10 prósent af kaupverðinu. Þetta skriffinnaveldi fasteignasala og lánafyrirtækja í Danmörku það gerræðislega stórt. Og svo er lánunum skuldbreytt að meðaltali á 3-5 ára fresti og við það myndast nýr höfuðstóll í hvert skipti og kostnaðinum er klaskað þar á, þannig að Danir eignast lítið í húsnæði sinu, enda einna skuldugastir allra þegar að þessu kemur.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2017 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband