Landsréttur og skipun dómara

Enn eina ferðina stefnir í deilur um skipan dómara, núna er það hin nýstofnaði Landsréttur. Hæfisnefnd um skipun dómara hefur skilað áliti sýnu um hverjir teljist hæfastir til að hljóta skipun við réttinn. Lögum samkvæmt skal dómnefndin meta hver/hverjir teljist hæfastir og ber ráðherra að fara eftir því mati við endanlega skipun í embætti. Hins vegar getur ráðherra farið gegn þessu mati með stuðningi Alþingis. Sú staða er einmitt kominn upp. Dómsmálaráðherra leggur til skipun fjögurra dómara sem ekki voru taldir hæfastir að mati dómnefndarinnar. Helstu rök ráðherrans, um að reynsla af dómarastörfum skuli vega þyngra en nefndin gerir, er að mörguleiti góð og gild. Hér er jú nýr dómstóll á ferðinni sem breytir dómstólaskipaninni talsvert mikið. Hins vegar verður ráðherran að fara að lögum eins og aðrir.

Eitt sem verður áhugavert að fylgjast með er hvernig þingið tekur á þessum tillögum ráðherrans. Formaður Lögmannafélags Íslands og Ástráður Haraldsson, einn umsækjanda um dómarastöðurnar, telja að ráðherrann sé að brjóta lög. Á sama tíma er kynjahlutfallið eins jafnt og mögulegt er. Mun sú staðreynd breyta einhverju í huga þingsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband