Fasteignaviðskipti - Danmörk/Ísland II

Í fasteignaviðskiptum í Danmörku er það viðurkennt að bæði seljandi og kaupandi þurfa að vita sitthvað um ástand eignarinnar. Það er ekki nóg að kaupandi komi einu sinni og skoði eignina áður en gengið er frá kaupunum og flutt er inn. Danir eru ekki eins hrifnir af hugtakinu "þetta reddast" eins og við Íslendingar.

Áður en gengið er frá fasteignakaupum í Danmörku er venjan að seljandi panti eins konar úttekt á eigninni í formi ástandsskýrslna. Þessar skýrslur eru annars vegar ástandsskýrsla eignarinnar, tilstandsrapport, og hins vegar sérstök skýrsla um rafkerfi eignarinnar, El-rapport. Skýrslur eru útbúnar af verkfræðingum, tæknifræðingum eða öðrum sérfræðingum á þessum sviðum. Þótt það sé seljandi sem pantar þessar skýrslur er það klárt að sá sem útbýr skýrsluna er ekki að vinna fyrir seljanda eða gæta hagsmuna annarhvors aðilans. Skýrsluhöfundur fær borgað fyrir vinnu sína hvort sem húsið selst eða ekki. Skýrslunar eru að forminu til staðlaðar og eins uppbyggðar þar sem hverjum hluta eignarinnar er gefin einkunn. Fyrir áhugasama er hér sýnishorn af ástandsskýrslu eignar.

Þegar skýrslurnar eru tilbúnar er hægt að kaupa sérstaka tryggingu hjá flestum tryggingafélögum landsins til að tryggja sig gegn ýmsu sem upp getur komið - jafnvel þótt ástand sé metið sérstaklega og skrifaðar skýrslur.

Meira um það í næsta pistli....


Bloggfærslur 19. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband